21.4.16

Að skapa samhljóm

(Erindi flutt á sveitarstjórnarráðstefnu VG 16. apríl 2016)

Umhverfi okkar er afleiðing þess hvernig við hugsum.
Hugsun mótar vinnubrögð og vinnubrögðin skapar þau kerfi sem í kringum okkur eru.
Skólakerfið okkar eigin sköpun. Ef við leggjum höfuðáherslu á að ljósritar báðu megin á blöðin, minnkar erlent niðurhal og kaupa ódýrt kaffi þá fáum við skólakefi þar sem pappír er sparaður, erlent niðurhal er lítið og drukkið er ódýrt kaffi.
Er það sá metnaður sem sveitarstjórnarmenn vilja sjá í menntamálum?
Í rannsókninni Virkni í vinnunni sem gerð var af MMR árið 2013 kom fram að fjórðungur íslendinga er óvirkur í vinnunni. Það mætir í vinnuna án þess að sjá nokkurn tilgang með því. Þetta fólk vill láta segja sér fyrir verkum og gerir nákvæmlega það sem því er sagt, ekkert meira en helst aðeins minna. Þetta fólk skemmir út frá sér, dregur úr starfsánægju annarra og metnaði. Í vestu tilvikunum tekur þetta viðhorf yfir menninguna á vinnustaðnum. 
Ef 25% starfsmanna okkar vinnur undir getu þá erum við að tala um mikla peninga.
Starfsmenn eru óvirkir í vinnunni vegna þess að þeir sjá ekki tilgang með því sem þeir gera. Finna ekki fyrir tryggð við markmið stofnunarinnar, hafa ekki trú á þeim sem mótar stefnuna og tengsti þeim ekki tilfinningaböndum.
Í meistaraprófsritgerðinni minni fyrir fáum árum skoðaði ég fjölda rannsókna á grunnskólum á Íslandi og nokkra annarra landa. Niðurstaðan var, álag og átök vegna þess að verkefnin voru flókin, féllu ekki við stefnumótun, urðu fjöldi að aðskildum verkefnum sem farið var í.
Sjálf skoðaði ég stjórnun íslenskra skólastjóra og bentu niðurstöður mínar til þess að vandinn væri stjórnunarvandi. Ískoðaði ég stjórnun í grunnskólum út frá átökum í starfsmannahópnum. Nokkru fyrr hafði verið gerð slík rannsókn í íslenskum leikskólum. Rannsóknarniðurstöður gáfu til kynna að viðvarandi átök ættu sér stað meðal starfsmanna leikskólans, átök sem stjórnendur höfðu ekki verkfæri til að vinna með. Átökunum fylgir stýring (e. manipulation) sem birtist í ýmsum myndum s.s. í þöggun, bælingu, átökum, upplifun fólks á valdaleysi innan stofnunarinnar og upplifun á því að sérfræðiþekking og sérhæfing þeirra væri vannýtt.
Ég rannsakaði stjórnun í grunnskóla á svipaðan hátt. Ég tók saman niðurstöður allra rannsókna síðustu ára á stjórnun í grunnskólum annarra fræðimanna og dróg upp mynd af skólakerfi þar sem bæði kennarar og stjórnendur upplifa sig undir stöðugu álagi. Stjórnendur upplifðu endalausar kröfur frá bæði yfir og undirmönnum og þeir sjá ekki fram á að nokkuð lát sé á nýjum skyldum. Í rannsókninni kom fram í máli aðstoðarskólastjóra að hann upplifði sig sem allsherjar bjargvætt daginn út og inn.
Niðurstöður minnar rannsóknar bentu til að skólastjórar nýti sér síður forystuaðferðir sem eru til þess fallnar að móta samskipti og grundvallarhugmyndir skólamenningarinnar og taka á flóknari félagslegum vandamálum.  Mínar niðurstöður bentu því til þess sama og kom fram í rannsókn Örnu um að grunnskólunum væru að einhverju leyti stjórnað með andfélagslegum aðferðum, þar sem hæfileikar fólks og vinnugleði fær ekki að njóta sín.
Í ritgerðinnni setti ég fram kenningar ýmissa fræðimanna með það að markmiði að finna stjórnunaraðferði sem vinnur með þessa andfélagslegu þætti, fær fólk til að taka ábyrgð á vinnu sinni, hafa hreinskilin samskipti og nýta hæfileika sína til góðs fyrir skólasamfélagið.
Þessar hugmyndir hef ég verið að raungera í litlum skóla úti á landi.
Ég hef unnið að þessu í tvö og hálft ár í grunnskólanum og nú frá síðasta hausti í sameinuðum grunn- og leikskóla.  Í tæp þrjú ár hef ég unnið að því að skapa samhljóm. Samhljómur eru sameiginlegar tilfinningar hóps sem vinnur að eldmóði að sömu markmiðum. Þegar samhljómur næst á vinnustað er gleði og umhyggja ríkjandi og það andrúsloft eyðir eitruðum tilfinningum, metnaðarleysi og sérhlýfni. Einstaklingar styðja hver annan vegna þess að þeir eru hluti af heild sem hefur mikilvægt markmið.
Þetta er ekki einfalt, fljótgert eða auðvelt EN til þess að ná fram raunverulegum breytingum þarf að höfða til tilfinninga fólks. Það sýna allar nútíma stjórnunarkenningar.
Þetta hef ég náð að gera í einum bekk, á heilu stigi, í heilum grunnskóla og nú er áskorunin að ná því í sameinuðum grunn og leikskóla.
Það er hægt að gera eitthvað í þessu – jákvæð tengsl við fólk, áhugi á málefninu, sýna að hægt er að hafa trú á stefnumótun, samræmi milli orða og gjörða – skapa trúnað, blása fólki stolt í brjóst og gleði.
bara með orðum eins og þurfa að skapa samhljóm um skólastarf, þeir þurfa Þegar samhljómur skapast í starfsmannahópnum vinna starfsmenn saman án þess að vera settir í ákveðna vinnuhópa. Þeir taka sameiginlega ábyrgð á starfinu, vinna að hugmyndum hvers annars, finna fyrir stolti vegna þeirra starfa sem þeir vinna,

Þegar samhljómur skapast í stofnunum, leggur fólk miklu meira að mörkum. Þá er hægt að fara að spara kaffikostnað, samþætta sérkennslu við almennt skólastarf, finna tíma fyrir auka undirbúning á undirmönnuðum leikskóladeildum, fækka tímum við þrif, fækka afleysingatímum, minnka veikindi og síðast en ekki sýst að ná námsárangri sem jafnast á við það besta. 
Og þá að sveitarstjórnarmönnunum. Hvað geta þeira gert.

Sveitarstjórnarmenn eru yfirmenn skólamála, þeir skapa ekki fullkomin samhljóm í skólakerfinu okkar en þeir geta sannanlega gefið tóninn.
Að tala um menntun eins og hún skipti máli, í alvöru. Ekki með innantómum pólitískum menntafrösum – heldur með innblásnum ræðum þar sem augljóst er að þeir skilja að góð menntakerfi eru mikilvæg og nauðsynleg og þar skipti vinna einstaklinga höfðu máli. Með því að setja fram skýra, trúverðuga, einfalda sýn sem blæs mönnum í brjóst eldmóði til að gera betur, leggja sin ennþá meira fram og ná ennþá betri árangri.

Markmið okkar Vinstri grænna á að vera að halda á lofti þeirri framsýnu og metnaðarfullu stefnumótun sem lögð var í námskránni 2016. Skólakerfið er grundvöllur hvers samfélags, það er tæki til að minnka kostnað í heilbrigðismálum, fangselsismálum og félagsmálum seinni tíma. Menntakerfið er grundvöllur nýsköpunar og undirstöður farsæls framtíðarsamfélags. Menntakerfið er fjöregg okkar allra. Við eigum að skapa samhljóm um þær áherslur, samstilla starfsfólkið og blása því í brjóst þann anda sem skilar okkur heilsteiptu, góðu og mannbætandi skólakerfi sem kostar ekki meira en það þarf að gera.
Við þurfum að breyta hugsuninni frá míkrópólitík til macro pólirík, frá ego sentri til eco centric, frá fortíðarhugsun til framtíðarsýnar, frá rökfræði til tilfinnina,leiða frá framtíð í stað fortíðar, að tala frá hjartanu í stað höfuðsins, Fra einstaklingshagsmunum til hagsmuna samfélagsins.
Þar liggja allir okkar möguleikar

Takk fyrir.

30.3.15

Brjóst og rassar

Nú er að ljúka vel heppnuðu átaki Mottumars þar sem karlar réðust gegn fordómum gegn ristilkrabba með því að sýna myndband þar sem rassinum er dillað fram og til baka. Áherslan var að sýna að undir gamansömu yfirborði er alvarlegur boðskapur sem allir einstaklingar í siðuðu samfélagi ættu að taka undir.

Nýlega hófu nokkrar stúlkur átakið frelsum geirvörturnar og var það líkt og mottumars, átak sem hafði á sér glettileg yfirbragð en átti að vekja athygli á grafalvarlegum boðskap. Boðskap þar sem ráðist er gegn því að kvenfólk sé hlutgert og aðeins sé hugsað um stúlkur sem kynferðileg viðföng en ekki konur af holdi og blóði sem líkt og strákarnir í mottumars geta átt sér líf þar sem tekist er á við alvarleg og jafnvel lífshættuleg vandamál.

Einhverjir studdu átakið og eyddu orðum í að styðja ungu stúlkurnar. En andstætt við mottumars þar sem sýndur er almennur stuðningur ruku fram á ritvöllinn fjöldinn allur af fulltrúm feðrasamfélagins sem ekki geta hugsað sér að ungar stúlkur krefjist þess að eiga líkama sinn sjálfar. Í átakinu mottumars eru harðfullorðnir karlmenn að berjast fyrir góðu málefni en í þessu tilviki ungar stúlkur sem ekki hafa allar það sjálfstraust sem þarf til að standa á móti ómálefnlegri og sóðalegri umfjöllun um átakið.

Mér finnst átakið virkilega gott, ekki nema fyrir það eitt að það er í fysta skipti í langan tíma sem ungt fólk gerir tilraun til að rífa sig út úr þeirri staðalmynd sem klámvæðingin leggur þeim til. Fjöldi drengja í landinu studdi líka átakið, ekki hafa birst myndir af þeim á þessum degi – í staðinn birtist mjög stöðluð mynd af átakinu og virðist sem fjölmiðlar reyna sem mest þeir mega að snúa því upp í mat á brjóstastærð, beina ahyglinni að sjálfsmynd þeirra sem ekki tóku þátt, setja myndirnar í samhengi við hefndarklám eða gera á einhvern annan hátt lítið úr þeim sem létu málið til sín taka.


Pólitík

Hvert fór hugmyndin um Nýja Íslandi, hugmyndin um samstöðu og samtakamátt, krafturinn til að ráðast að spillingunni í samfélaginu og berjast fyrir sanngjarnara samfélagi?
Er virkilega óraunhæft að byggja stjórnkerfi þar sem pólitíkusar vinna fyrir almenning en ekki þau fyrirtæki sem kosta þá.
Þessi andi er ennþá lifandi hjá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi. Þar trúum við ennþá á samtakamátt fólksins til að breyta heiminum. Við trúum því ekki að við þurfum að gefast upp þó á móti blási.

Vald

Að öllu jöfnu erum við ekki að velta fyrir okkur völdum í samfélaginu.
Við förum í vinnuna og í búðina, sækjum börnin í leikskóla og skóla og leikum okkur í töluvunni þegar krakkarnir eru sofnaðir. Hvað kemur vald okkar lífi við. 

Kjarninn er sá að vald skiptir okkur öllu máli. Ef valdið er ekki á réttum stöðum í samfélaginu hafa aðilar aðgang að lífi okkar án okkar leyfis. Þeir lækka kaupið, hækka skatta, setja nýjar reglur um vinnutíma og setja nýja skatta á matvæli. Þeir sem hafa vald geta hækkað leikskólagjöldin og séð til þess að krakkarnir okkar þurfi að læra meira af hinu eða þessu í skólanum. Valdamenn geta látð okkur borga minna fyrir internetið eða meira og þeir geta meira að segja ráðið því hvað við getum gert í tölvunni. 

Umgjörð lífsins er öll vegna ákvarðanna sem teknar hafa verið af þeim sem valdið hafa.
Þess vegna skiptir það öllu máli hver stjórnar. 


Sanngjarnt samfélag

Til að skapa sanngjarn samfélag er ekki nóg að hafa jöfnuð, það verður líka að taka tillit til þess að fólk er ólíkt og leikur ólík hlutverk.
Sanngjarnt samfélag hefur pláss fyrir ólíka einstaklinga og gerir kröfu um að fólk sem ekki fellur að hugmyndum annarra fái svigrúm til að vera öðruvísi. Það er áhætta og óvissa sem allir verða að læra að búa við í samfélagi 21. aldarinnar. Í því samfélagi er ekki hægt að byggja samskipti á fordómum og steríótýpum heldur verður að sýna traust og ætlast til þess að öðru fólki sé treystandi.
Við þurfum að byggja upp samfélag þar sem allir hafa hlutverk og finna tilgang í því sem þeir eru að gera. Það á ekki að skipta máli hvað fólk hefur fram að færa, samfélagið á að vera fyrir alla og ákvarðanir sem teknar í því verða að taka tillit til þess.
Sjálfsákvörðun sem lýðræðið byggir á þarf að hugsa út frá aðstæðum fólks. Í raun er ekki hægt að tala um lýðræði í alvöru nema búið sé að tryggja efnahagslegan jöfnuð og jafnræði. Stéttarskipting er í eðli sínu mótsögn í lýðræðislegu samhengi. Misskipting auðs og valda myndar í sjálfu sér lýðræðishalla. Þeir sem ekki ná fjárhagslega endum saman eða þeir sem á einhvern annan hátt hafa lent undir í samfélaginu hafa ekki sömu möguleika á að mynda sér óháða skoðun.
Arðránskerfi gengur ekki upp með lýðræði. Arðrænt samfélag er ekki sanngjarnt.

2.3.15

Einelti í skólum

Undanfarin ár hefur umræðan um einelti í íslenskum skólum verið talsverð.  Umræðan er mikilvægt en þó er ennþá mikilvægara að kafa djúpt í vandamálið og horfast í augu við hvað raunverulega veldur því að ekki tekst betur að ráða við einelti en raun ber vitni.
Í þeim kenningum sem mest eru notaðar til að vinna gegn einelti á Íslandi er lögð áhersla á að móta menningu í skólum þannig að ekki sé flott að nýðast á öðrum og sá sem það gerir sé litinn hornauga. Þessi félagsmótun þarf að ná um allan skólann, bæði til nemenda og starfsfólks.
Skólastjórar eru í lykilstöðu til að móta skólamenningu þannig að einelti líðst ekki. Í menningunni felst lykillinn í vinnunni. Ef í skólanum ríkir menning þar sem starfsfólki leyfist að mismuna börnum þrífst einelti. Þá er alveg sama hvað gert er, einelti kemur alltaf aftur.
Nú er auðvelt að gera ráð fyrir því að kennarar séu yfir það hafnir að mismuna börnum. En hvers vegna eigum við að gera ráð fyrir að það sé óvenjulegt þegar alls staðar í samfélaginu er til staðar menning þar sem frumskógarlögmálið ríkir.
Það er engum sem náttúrulega líkar vel við alla – það er þjálfun að láta sér líka vel við allt fólk. Það þarf sjálfsaga og innrætingu til að bera virðingu fyrir skoðunum sem er ólík okkar eigin. Stundum þarf kennari virkilega að beita sig hörðu til að láta sér þykja vænt um börn sem alla daga gera starfið mun erfiðara en það þyrfti að vera. Undir miklu álagi getur verið auðvelt að kenna barninu um og láta ógætileg orð falla.
Kennarar eru upp til hópa gott fólk, eins og fólk almennt. En það þarf sterkan ramma í skóla til að sterkir einstaklingar sem ekki er starfi sínu vaxnir eyðileggi ekki andrúmsloftið í skólanum.
Starfsfólk skóla þarf að vera skjöldur og hlíf fyrir alla nemendur, líka grenjuskjóðurnar, klöguskjóðurnar, athyglissjúka einstaklinginn, þann ofvirka, þann ofurviðkvæma, töffarann, eineltarann og fórnarlambið. Það er ekki auðvelt og sumum finnst það alls ekki sjálfsagt viðhorf.
Í öllum starfsstéttum er fólk sem hefur þörf fyrir að sýna vald sitt með því að nýðast á öðrum. Það hættir ekki fyrr en kerfið er nógu sterkt til að stoppa þá hegðun, endanlega.

8.1.15

Opinber neysluviðmið

Á vef stjórnarráðsins er reiknivel þar sem hægt er að reikna út hvað þarf að hafa há laun til að lifa á Íslandi. Kostnaðurinn er fyrir utan húsnæðiskostnað.
Mjög fáir sem ég hef talað við ná þessum „eðlilegu“viðmiðunum.
Ef stjórnmál á Íslandi snérust um bætt lífsgæði fólksins í landinu væri það áhersla allra stjórnmálaflokka að gera lágmarkslaun á Íslandi þannig að þau nái opinberum framfærsluviðmiðunum.
Hvernig skapaðist þjóðarsáttin á Íslandi að stór hluti almennings geti ekki lifað af laununum sínum?